Opna GR/Klaki - úrslit

Opna GR/Klaki - úrslit

Opna GR/Klaki 2020 var leikið á Korpúlfsstaðavelli um helgina og lauk nú rétt undir kvöld. Leikin var tveggja manna betri bolti - punktakeppni og voru lykkjur mótsins Sjórinn/Áin. Góð þátttaka var í mótinu, alls voru 84 lið sem tóku þátt í keppninni í ár. Tvö lið luku keppni á 93 punktum en það voru þeir Magnús Már Magnússon og Bogi Rafn Einarsson sem voru með fleiri punkta á seinni hring og eru því sigurvegarar mótsins í ár og munu nöfn þeirra verða áletruð á GR bikarinn.

Glæsileg verðlaun eru veitt fyrir 13 efstu sætin og urðu úrslitin eftirfarandi:

 1. Magnús Már Magnússon og Bogi Rafn Einarsson – 93 punktar, betri á seinni hring
 2. Halldór Örn Magnússon og Hlynur Már Magnússon – 93 punktar
 3. Helgi Barðarson og Sebastian Atli Luchner – 91 punktar, betri á seinni hring
 4. Markús Marelsson og Marel Jóhann Baldvinsson – 91 punktar
 5. Þórunn Elfa Bjarkardóttir og Sigurður Fannar Guðmundsson – 90 punktar, betri á seinni hring
 6. Kristján Óli Sigurðsson og Ríkharð Óskar Guðnason – 90 punktar
 7. Arnar Freyr Reynsson og Haukur Lárusson – 89 punktar, bestir á seinni hring
 8. Ásgeir Johansen og Ólafur Már Ólafsson – 89 punktar, betri á seinni hring
 9. Kristi Jo Jóhannsdóttir og Ásta B. Haukdal Styrmisdóttir – 89 punktar
 10. Snæbjörn Þórir Eyjólfsson og Pétur Axel Jónsson – 88 punktar, bestir á seinni hring
 11. Hafþór Ægir Vilhjálsson og Kári Einarsson – 88 punktar, betri á seinni hring
 12. Guðjón Petersen og Sigrún Ólafsdóttir – 88 punktar
 13. Ragnar Þór Hannesson og Ívar Örn Reynisson – 87 punktar

Önnur úrslit úr mótinu er hægt að sjá hér 

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna um helgina og óskum sigurvegurum til hamingju með sinn árangur. Verðlaun verða send heim til vinningshafa í komandi viku.

Rolf Johansen & Co. færum við okkar bestu þakkir fyrir að vera styrktaraðili mótsins.

Golfklúbbur Reykjavíkur

 

 

Til baka í yfirlit