OPNA GUINOT KVENNAMÓTIÐ Á KORPU – RÆST ÚT SAMTÍMIS KL. 09:00

OPNA GUINOT KVENNAMÓTIÐ Á KORPU – RÆST ÚT SAMTÍMIS KL. 09:00

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við GUINOT umboðið kynna samstarf sín á milli með einu glæsilegasta kvennamóti ársins. Opna GUINOT kvennamótið sem haldið verður á Korpu sunnudaginn 23. júní. Ræst verður út samtímis af öllum teigum kl. 09:00. Lykkjur mótsins verða Áin/Landið. Mæting er kl. 08:00 í afhendingu skorkorta og veittar verða veglegar teiggjafir til þátttakenda. Hámarksforgjöf er gefin 36.

Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni. Nándarverðlaun verða veitt á öllum par 3 holum vallarins.

Að móti loknu verður boðið til hádegisverðar á 2. hæð Korpunnar í boði GUINOT þar sem verðlaunaafhending fer fram og dregið verður úr skorkortum. 

Skráning hefst sunnudaginn 16. júní kl. 12:00 á www.golf.is - Mótsgjald er kr. 6.690 og greiðist við skráningu. Innifalið í mótsgjaldi er teiggjöf og hádegisverður að móti loknu. Boðið verður upp á matarmikla mexíkó kjúklingasúpu með sýrðum rjóma og nachos ásamt súrdeigsbrauði, pestó og hummus.

Verðlaun í Opna GUINOT mótinu eru glæsileg:

1.SÆTI – andvirði 113.000 kr.
Age Summum andlitskrem
Time Logic andlitssérum
Time Logic augnsérum
Age Logic augnkrem
Age logic augnmaskar
Lift Summum andlitssmeðferð

2.SÆTI – andvirði 76.000 kr.
Longue Vie andlitskrem
Sérum Longue Vie
Longue Vie augnkrem
Maski Vital Antirides
Derma Liss
Longue Vie varakrem
Lift Summum andlitsmeðferð

3.SÆTI – andvirði 66.500 kr.
Lift Summum andlitskrem
Sérum Liftosome
Clean Logic andlitsvatn
Clean Logic hreinsikrem
Eye Fresh augnkrem
Lift Summum andlitsmeðferð

4.SÆTI – andvirði 45.000 kr.
Hydra Summum andlitskrem
Night Logic
Clean Logic andlitsvatn
Clean Logic hreinsikrem
Eye Fresh augnkrem

5.SÆTI – andvirði 34.300 kr.
Longue Vie aftersun andlit
Longue Vie aftersun líkami
Age Sun Summum SPF 50+ andlitsvörn
Spray SPF 30 líkamsvörn
Uni Bronz SPF 20 andlitsvörn

 

NÁNDARVERÐLAUN:
13.braut - Hydra Finish litað dagkrem og Lift Summum andlitsmeðferð að andvirði kr. 21.200
17.braut - Hydra Finish litað dagkrem og Lift Summum andlitsmeðferð að andvirði kr. 21.200
22.braut - Hydra Finish litað dagkrem og Lift Summum andlitsmeðferð að andvirði kr. 21.200
25.braut - Hydra Finish litað dagkrem og Lift Summum andlitsmeðferð að andvirði kr. 21.200


Dregið verður úr skorkortum og munu 3 heppnar fá Lift Summum andlitsmeðferð að andvirði kr. 15.000.

GUINOT á Íslandi á facebook
GUINOT á Íslandi á Instagram


Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur - Skráning og mætingar í mót

9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag.  Mótsstjóri er Harpa Ægisdóttir og er með netfangið harpa@grgolf.is

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við GUINOT umboðið

Til baka í yfirlit