Opna Icelandair haldið sunnudaginn 20. júní – glæsileg verðlaun

Opna Icelandair haldið sunnudaginn 20. júní – glæsileg verðlaun

Sunnudaginn 20. júní verður Opna Icelandair mótið haldið á Korpúlfsstaðavelli. Ræst verður út frá kl. 08:00 og verða lykkjur mótsins Landið/Áin. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni. Leikið verður í tveimur flokkum, karla og kvennaflokki. Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir 4 efstu sætin í hvorum flokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallar.

Skráning hefst í dag,  mánudaginn 14. júní kl. 13:00, í mótaskrá á Golfbox. Mótsgjald er kr. 5.600 og greiðist við skráningu. Allir kylfingar fá afhenta teiggjöf og nestispoka áður en leikur hefst.


Verðlaun í Opna Icelandair:

Karlaflokkur:

 1. sæti 75 þúsund króna inneign hjá Icelandair
 2. sæti 50 þúsund króna inneign hjá Icelandair
 3. sæti 20 þúsund króna inneign hjá Icelandair
 4. sæti 20 þúsund króna inneign hjá Icelandair

Kvennaflokkur:

 1. sæti 75 þúsund króna inneign hjá Icelandair
 2. sæti 50 þúsund króna inneign hjá Icelandair
 3. sæti 20 þúsund króna inneign hjá Icelandair
 4. sæti 20 þúsund króna inneign hjá Icelandair

Besta skor: 50 þúsund króna inneign hjá Icelandair og fjórir golfhringir völlum GR

Nándarverðlaun

 • 13.braut - 25 þúsund Vildarpunktar hjá Icelandair
 • 17.braut - 25 þúsund Vildarpunktar hjá Icelandair
 • 22.braut - 25 þúsund Vildarpunktar hjá Icelandair
 • 25.braut - 25 þúsund Vildarpunktar hjá Icelandair

Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við Icelandair

Til baka í yfirlit