Sunnudaginn 20. júní verður Opna Icelandair mótið haldið á Korpúlfsstaðavelli. Ræst verður út frá kl. 08:00 og verða lykkjur mótsins Landið/Áin. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni. Leikið verður í tveimur flokkum, karla og kvennaflokki. Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir 4 efstu sætin í hvorum flokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallar.
Skráning hefst í dag, mánudaginn 14. júní kl. 13:00, í mótaskrá á Golfbox. Mótsgjald er kr. 5.600 og greiðist við skráningu. Allir kylfingar fá afhenta teiggjöf og nestispoka áður en leikur hefst.
Verðlaun í Opna Icelandair:
Karlaflokkur:
- sæti 75 þúsund króna inneign hjá Icelandair
- sæti 50 þúsund króna inneign hjá Icelandair
- sæti 20 þúsund króna inneign hjá Icelandair
- sæti 20 þúsund króna inneign hjá Icelandair
Kvennaflokkur:
- sæti 75 þúsund króna inneign hjá Icelandair
- sæti 50 þúsund króna inneign hjá Icelandair
- sæti 20 þúsund króna inneign hjá Icelandair
- sæti 20 þúsund króna inneign hjá Icelandair
Besta skor: 50 þúsund króna inneign hjá Icelandair og fjórir golfhringir völlum GR
Nándarverðlaun
- 13.braut - 25 þúsund Vildarpunktar hjá Icelandair
- 17.braut - 25 þúsund Vildarpunktar hjá Icelandair
- 22.braut - 25 þúsund Vildarpunktar hjá Icelandair
- 25.braut - 25 þúsund Vildarpunktar hjá Icelandair
Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við Icelandair