Opna Klaki haldið á laugardag – Glæsilegir vinningar

Opna Klaki haldið á laugardag – Glæsilegir vinningar

Opna Klaki mótið verður haldið á Korpúlfsstaðavelli laugardaginn 15. september næstkomandi. Lykkjur mótsins verða Sjórinn og Áin. Ræst verður út frá kl. 09:00. Leikfyrirkomulag mótsins er höggleikur og punktakeppni. Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum.

Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni og ein verðlaun fyrir besta skor. Nándarverðlaun eru veitt þeim sem er næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 holum vallarins.

Skráning hefst þriðjudaginn 11. september  kl.10:00 á www.golf.is  Mótsgjald er kr. 5.000 kr. og þarf að greiða við skráningu. Innifalið í mótsgjaldi er teiggjöf frá Rolf Johansen & Company áður en leikur hefst.

Glæsileg verðlaun:

Punktakeppni:

  1. sæti. Gjafabréf frá Vita Ferðum að upphæð 100.000 kr
  2. sæti. Sun Mountain Speedcart V1 þriggja hjóla kerra frá Örninngolf
  3. sæti. FJ golfpeysa, FJ golfbolur og FJ golfbuxur frá ÍSAM
  4. sæti. Golfskór frá ECCO
  5. sæti. Golfpokar frá ECCO

Besta skor: Gjafabréf frá Vita Ferðum að upphæð 100.000 kr

Nándarverðlaun:
3.braut – Gullkort í Bása og golfhringur fyrir tvo á völlum GR
6.braut - Gullkort í Bása og golfhringur fyrir tvo á völlum GR
9.braut - Gullkort í Bása og golfhringur fyrir tvo á völlum GR
13.braut -  Gullkort í Bása og golfhringur fyrir tvo á völlum GR
17.braut - Gullkort í Bása og golfhringur fyrir tvo á völlum GR

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur - Skráning og mætingar í mót.
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag.  Mótsstjóri er Harpa Ægisdóttir og er með netfangið harpa@grgolf.is

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Rolf Johansen & Company.

Til baka í yfirlit