Opna Ölgerðarmótið var haldið í dag mánudaginn 10.júní á Korpu. Veðurblíðan lék við keppendur og það er ekki oft sem maður sér kylfinga vera í stuttbuxum og stuttermabol svona snemma morguns eins og þennan dag, annan í hvítasunnu. Kjartan Sigurjón Kjartanson GR spilaði glæsilegt golf, lék á -1 eða 71 höggi. Í punktakeppni karla var það Anton Freyr GV sem lenti í fyrsta sæti með 43 punkta og í kvennaflokki var það Ása Margrét GHR sem lenti í fyrsta sæti með 42 punkta.
Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni í karla- og kvennaflokki, besta skor og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. Leiknar voru lykkjurnar Sjórinn/Áinn.
Önnur úrslit úr mótinu voru þessi:
Punktakeppni - karlar
- Anton Freyr Karlsson GV 43 punktar
- Smári Freyr Jóhannsson GBR 40 punktar (betri seinni 9)
- Iouri Zinoviev GR 40 punktar
Punktakeppni – konur
- Ása Margrét Jónsdóttir GHR 42 punktar (betri á seinni 9)
- Þórunn Elfa Bjarkadóttir GR 42 punktar
- Valfríður Möller GR 39 punktar
Besta skor: Kjartan Sigurjón Kjartansson GR 71 högg
Nándarverðlaun
3.braut: Guðjón Frans Halldórsson GKG 1,28 m
6.braut: Jón Kristbjörn Jónsson GR 77 cm
9.braut: Bjarni Sæmundsson GS 2,5 cm
13.braut: Arnar Guðmundsson GM 63 cm
17.braut: Magnús Björn Sveinsson GK 9,56 m
Golfklúbbur Reykjavíkur þakkar keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskar vinningshöfum til hamingju með sinn árangur. Hægt verður að nálgast vinninga úr mótinu á skrifstofu klúbbsins eftir kl. 13:00 á þriðjudaginn, 11. júní.