Það var rólegt og bjart yfir Grafarholtsvelli þegar fyrstu kylfingar mættu þangað til leiks í morgun til að taka þátt í Opna Örninn Golfverslun 2018. Full þátttaka var í mótinu en ræst var út frá kl. 08:00-13:30, ágætis skor skilaði sér inn og urðu þrír keppendur jafnir í höggleik á 68 höggum. Það voru þeir Sverrir Haraldsson, Ólafur Björn Loftsson og Siggeir Vilhjálmsson en Sverrir hlýtur verðlaunin þar sem hans skor varð best á seinni 9. Einnig var mjótt á munum í verðlaunasætum í punktakeppni beggja flokka en í fyrsta sæti urðu þau Siggeir Vilhjálmsson á 41 punkti og Alda Harðardóttir á 39 punktum.
Önnur úrslit úr mótinu voru þessi:
Besta skor: Sverrir Haraldsson, 68 högg
Punktakeppni karla:
- Siggeir Vilhjálmsson, 41 punktar
- Björn Friðþjófsson, 38 punktar (bestur á seinni 9)
- Stefán Þór Hallgrímsson, 38 punktar (betri á seinustu 3)
Punktakeppni kvenna:
- Alda Harðardóttir, 39 punktar
- Hulda Clara Gestsdóttir, 36 punktar (betri á seinni 9)
- Oddný Sigsteinsdóttir, 36 punktar
Nándarverðlaun:
2.braut - Ísleifur Arnórsson, 0,71m
6.braut - Siggeir Vilhjálmsson, 1,77m
11.braut - Frans Páll Sigurðsson, 1,98m
17.braut - Eggert Eggertsson, 2,72m
Golfklúbbur Reykjavíkur og Örninn Golfverslun þakka keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og verðlaunahöfum til hamingju með sinn árangur.
Vinninga úr mótinu er hægt að nálgast í Örninn Golfverslun eftir kl. 13:00, mánudaginn 3. september.