Þá er komið að fyrsta opna móti sumarsins hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í samstarfi við Örninn Golfverlsun. Opna Örninn Golfverslun verður haldið á Korpu laugardaginn 18. maí næstkomandi. Lykkjur mótsins verða Áin og Landið. Ræst verður út frá kl. 08:00. Leikfyrirkomulag mótsins er höggleikur og punktakeppni. Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum.
Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni í karla- og kvennaflokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor. Nándarverðlaun eru veitt þeim sem er næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 holum vallarins, bæði í karla- og kvennaflokki.
Skráning hefst mánudaginn 13. maí kl.10:00 á www.golf.is. Mótsgjald er kr. 5.000 kr. og greiðist við skráningu. Innifalið í mótsgjaldi er teiggjöf frá Örninn Golfverslun og 50 boltar í Básum áður en leikur hefst. Þátttakendur gefa sig fram í afgreiðslu Bása áður en boltar eru afhentir.
Í tilefni af fyrsta opna móti sumarsins ætlar Korpa klúbbhús að vera með tilboð fyrir þátttakendur í að leik loknum, tvenns konar tilboð verða í boði:
- Korpuborgari með stórum kranabjór á 2.490 kr. - Súpa dagsins og kaffi fylgir.
- Korpuborgari með gosi á 2.290 kr. - Súpa dagsins og kaffi fylgir.
Verðlaun í mótinu:
Karlaflokkur - punktakeppni:
- sæti. Taylor Made M6 driver
- sæti. Galvin Green Regnjakki
- sæti. Galvin Green Windstopper
Kvennaflokkur - punktakeppni:
- sæti. Taylor Made M6 driver
- sæti. Galvin Green Regnjakki
- sæti. Galvin Green Windstopper
Besta skor: Taylor Made M6 driver
Nándarverðlaun:
2. braut - Galvin Green Insula peysa
6. braut - Cleveland Wedge
11. braut - Cleveland Wedge
17. braut - Srixon Kerrupoki
Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur - Skráning og mætingar í mót.
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag. Mótsstjóri er Dóra Eyland og er með netfangið dora@grgolf.is
Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Opna Örninn Golfverslun