Opna Örninn Golfverslun leikið á Korpunni í dag - úrslit

Opna Örninn Golfverslun leikið á Korpunni í dag - úrslit

Opna Örninn Golfverslun var leikið í ágætis veðri á Korpunni í dag og mættu um 120 kylfingar til leiks og viðruðu sig með kylfurnar, lykkjur mótsins voru Áin/Landið og var ræst út frá kl. 08:00. Þeir Haraldur Franklín Magnús úr GR og Dagur Ebenezersson úr GM luku leik jafnir á 67 höggum. Haraldur Franklín var betri á seinni 9 holum vallarins og hlýtur því verðlaun fyrir besta skor, Dagur varð efstur í punktakeppni karla en hann kom inn á 42 punktum.

Úrslit úr mótinu urðu þessi:

Punktakeppni karlar:

  1. Dagur Ebenezersson, GM – 42 punktar
  2. Hilmar Örn Þórlindsson, GR – 41 punktar (betri á seinni 9)
  3. Smári Freyr Jóhannsson, GBR – 41 punktar

Punktakeppni konur:

  1. Rakel Þorsteinsdóttir, GR – 37 punktar
  2. Doneira Velez Agudelo, GR – 36 punktar
  3. Gerða Kristín Hammer, GR – 35 punktar (betri á seinni 9)

Besta skor: Haraldur Franklín Magnús, GR – 67 högg

Næstir holu í mótinu urðu þessir:

25.braut – Guðlaugur Kristinsson, 2,83 m
22.braut – Gísli Steinar, 1,405 m
17.braut – Oddný Sigsteinsdóttir, 1,38 m
13.braut – Laufey V Odds, 0,59m

Golfklúbbur Reykjavíkur og Örninn Golfverslun þakka keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óska vinningshöfum til hamingju með sinn árangur. Hægt verður að nálgast vinninga úr mótinu í Örninn Golfverslun, Bíldshöfða 9, á mánudag. 

 

Til baka í yfirlit