Opna Örninn Golfverslun var leikið á Korpúlfsstaðavelli í rjómablíðu í dag, völlurinn tók vel á móti keppendum sem léku við kjöraðstæður í dag. Alls voru 135 keppendur skráðir til leiks og keppt var í þremur flokkum. Úrslit úr mótinu urðu þessi:
Punktakeppni karla:
- Heiðar Atli Styrkársson, GM – 44 punktar (betri á seinni 9)
- Sigfús Jón Helgason, NK – 44 punktar
- Vignir Bragi Hauksson, GR – 43 punktar
Punktakeppni kvenna:
- Anna Úrsúla Gunnarsdóttir, GR – 42 punktar
- Karitas Sigurvinsdóttir, GS – 37 punktar (betri á seinni 9)
- Nína Vigdísard. Björnsdóttir, GR – 37 punktar
Höggleikur án forgjafar:
- Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR – 66 högg
- Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR – 70 högg
- Páll Birkir Reynisson, GR – 72 högg
Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í mótinu og óskum sigurvegurum til hamingju með sinn árangur. Hægt verður að nálgast vinninga úr mótinu hjá Örninn Golfverslun, Bíldshöfða 9, frá og með mánudegi 29. júní.
Golfklúbbur Reykjavíkur í samtarfi við Örninn Golfverslun