Opnun valla 2020

Opnun valla 2020

Félagsmenn og aðrir kylfingar bíða spenntir eftir opnun valla 2020 enda hefur veturinn verið harður og leiðinlegur hvað golfiðkun varðar. Næstkomandi laugardag, 9. maí er stefnt að því að opna Korpúlfsstaðarvöll og mun Grafarholtið svo opna daginn eftir eða sunnudaginn 10. maí. Félagsmönnum er því óhætt að fara að pússa kylfurnar og gera sig klára því það styttist óðum í að golfsumarið verði komið á fulla ferð.

Gert er ráð fyrir að báðir vellir opni með opnunarmótum eins og hefð er fyrir og verða allar nánari upplýsingar sendar út eftir helgina.

Njótið helgarinnar!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit