Opnun valla framundan – hreinsunardagur og kynning á völlum fyrir nýliða

Opnun valla framundan – hreinsunardagur og kynning á völlum fyrir nýliða

Nú styttist í hinn árlega hreinsunardag sem haldinn er á hverju vori á Korpu. Við ætlum að hreinsa rusl af vellinum og nánasta umhverfi hans einnig ætlum við að gera allt fínt og fallegt í kringum klúbbhús okkar. Hreinsunardagurinn mun fara fram fimmtudaginn 10. maí sem jafnframt er Uppstigningardagur og því hægt að hittast snemma og ljúka dagsverkinu, mæting kl. 10:00. Að loknu verki kl. 12:00 verður Hörður klár með pylsur á grillinu og eitthvað til að svala þorstanum.

Þeir sem mæta geta spilað 18 holur á Korpu strax að vinnu lokinni, athugið að völlurinn verður ekki opinn að öðru leyti þennan dag.

Það er okkar von að sem flestir sjái sér fært að mæta og hjálpa við að snyrta Korpu og umhverfi hans.


Kynning á völlum fyrir nýliða

Þann 17. apríl var haldin kynning á störfum klúbbsins fyrir nýliða, nú er opnun valla framundan og ekki síður mikilvægt fyrir okkur að kynna þá betur fyrir nýjum félagsmönnum. Næstkomandi föstudag, 11. maí, munu kennarar klúbbsins vera með stutta kynningu ásamt því að fara yfir helsta búnað sem æskilegt er að hafa í golfpokanum. Leiknar verða 3 holur þar sem kennarar munu fara yfir golfreglur og umgengni um vellina. Kynningin fer fram á Korpu og hefst kl. 17:00.

Dagskrá:
17:00 – Kynning á golfbúnaðinum og það sem þarf að vera í pokanum þegar leikið er golf.
17:30 - Aðstaða Golfklúbbs Reykjavíkur á Korpu kynnt.
17:45 – Golfkennarar leika 3 holur þar sem farið verður yfir umgengnis og golfreglur á golfvellinum.
18:45 – Kaffispjall með golfkennurum um allt sem viðkemur golfinu.

Allir nýliðar í Golfklúbbi Reykjavíkur eru hvattir til að mæta.

Haldi veðurfar áfram eins og það hefur verið undanfarnar vikur gætu orðið breytingar á þessari dagskrá.

Formleg opnun valla og vinavellir sumarsins verður frekar kynnt í næstu viku.

Góða helgi,
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit