Opnunarmót Grafarholts 2020 – Stefán Már á besta skori, 67 höggum

Opnunarmót Grafarholts 2020 – Stefán Már á besta skori, 67 höggum

Opnunarmót Grafarholts fór fram í dag og tók völlurinn vel á móti keppendum í blíðu en frekar svölu veðri snemma í morgun. Ræst var út frá kl. 09:00 og var fyrsti ráshópurinn skipaður núverandi formanni, Birni Víglundssyni, ásamt þremur forverum hans, þeim Garðari Eyland, Jóni Pétri Jónssyni og Gesti Jónssyni og lá vel á hópnum þegar leikur hófst.

Úrslit í Opnunarmóti Grafarholts 2020 urðu þessi:

Forgjöf 0-14
1.sæti: Ómar Örn Friðriksson, 39 punktar
2.sæti: Ögmundur Máni Ögmundsson, 39 punktar
3.sæti: Kári Árnason, 38 punktar
4.sæti: Hjalti Kristján Hjaltason, 37 punktar 

Forgjöf 14,1 og hærra
1.sæti: Einar Sigurjón Oddsson, 37 punktar
2.sæti: Karl Jón Karlsson, 37 punktar
3.sæti: Hannes Ríkarðsson, 35 punktar
4.sæti: Nína Vigdísard. Björnsdóttir, 35 punktar

Besta skor: Stefán Már Stefánsson, 67 högg

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskum vinningshöfum í mótinu til hamingju með sinn árangur. Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu klúbbsins frá og með þriðjudeginum 19.maí.

Golfklúbbur Reykjavíkur

 

 

Til baka í yfirlit