Grafarholtsvöllur opnaði í dag með Opnunarmóti eins og venja er og er óhætt að segja að völlurinn komi vel undan mildum vetrinum. Í minningu Sigurðar Péturssonar var börnum hans boðið að leika í fyrsta holli dagsins og fylgdi öll fjölskylda hans þeim af stað fyrstu holurnar.
Veðurblíða hefur leikið við kylfinga í allan dag og var síðasta holl dagsins að ljúka leik nú fyrir stundu.
Úrslit mótsins í dag urðu eftirfarandi:
Besta skor: Hannes Eyvindsson, 72 högg
Punktakeppni forgjöf 0 – 14,0
1. sæti – Hjalti Kristján Hjaltason, 39 punktar
2. sæti – Þorvaldur Freyr Friðriksson, 37 punktar
3. sæti – Sigurjón Árni Ólafsson, 36 punktar (betri á seinni 9)
Punktakeppni forgjöf 14,1 - og hærra
1. sæti – Pétur Georg Guðmundsson, 37 punktar
2. sæti – Arnar Arinbjarnar, 35 punktar (betri á seinni 9)
3. sæti – Helen Neely, 35 punktar (betri á síðustu 6)
Nándarverðlaun:
- 2.braut: Böðvar Bjarki Þorvaldsson – 2,12m
- 6.braut: Signý Marta Böðvarsdóttir – 1,46m
- 11.braut: Óskar Þór Hilmarsson – 1,11 m
- 17.braut: Hanna Lilja Sigurðardóttir – 1,12 m
Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskum vinningshöfum í mótinu til hamingju með sinn árangur. Hægt verður að hafa samband við skrifstofu vegna vinninga frá og með þriðjudeginum 18.maí.
Golfklúbbur Reykjavíkur