Opnunarmót Grafarholts - Arnór Ingi á besta skori, 68 höggum

Opnunarmót Grafarholts - Arnór Ingi á besta skori, 68 höggum

Grafarholtið tók vel á móti félagsmönnum í morgun þegar Opnunarmót Grafarholts var haldið og völlurinn þannig opnaður með formlegum hætti fyrir golftímabilið 2019. Menn segja að völlurinn sé uppá sitt besta miðað við að sumarið er rétt að byrja og kylfingar komu ánægðir í hús. Það er virkilega ánægjulegt að sjá að þessi mildi nýliðni vetur sé að skila sér jafn vel og raun ber vitni í upphafi golftímabilsins. Arnór Ingi lék frábært golf, kom inn á 68 höggum eða -3.

Keppendur mættu kátir til leiks og urðu úrslit í mótinu eftirfarandi:

Forgjöf 0-14

1.sæti: Böðvar Bergsson 42 punktar
2.sæti: Árni Gestsson 39 punktar
3.sæti: Bjarni Freyr Valgeirsson 39 punktar

Forgjöf 14,1 – og hærra

1.sæti: Jóhann Frank Halldórsson 42 punktar
2.sæti: Helga Signý Pálsdóttir 39 punktar
3.sæti: Pamela Ósk Hjaltadóttir 39 punktar

Besta skor: Arnór Ingi Finnbjörnsson 68 högg

Nándarverðlaun

2.braut: Arnór Már Atlason 0,87 m
6.braut: Þorvaldur Ingi Birgisson 0,55 m
11.braut: Jóhann Birgisson 3,72 m
17.braut: Sigurður Már Þórhallsson 3,79 m

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í Grafarholti í dag og óskum vinningshöfum til hamingju. Hægt verður að nálgast vinninga úr mótinu á skrifstofu klúbbsins eftir kl. 13:00, mánudaginn 6.maí.

Golfklúbbur Reykjavíkur

 

Til baka í yfirlit