Opnunarmót Grafarholts haldið laugardaginn 15. maí – skráning hefst á miðvikudag kl. 12:00

Opnunarmót Grafarholts haldið laugardaginn 15. maí – skráning hefst á miðvikudag kl. 12:00

Laugardaginn 15. maí mun Grafarholtsvöllur opna formlega með Opnunarmóti Grafarholts og verða þar með báðir vellir félagsins opnir fyrir sumarið. Leikfyrirkomulag mótsins punktakeppni. Hæst er gefin forgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Leikið er í tveimur flokkum 0-14 og 14,1 og hærra.

Umferð golfbíla verður ekki leyfð á vellinum fyrst um sinn en verður það tilkynnt þegar þar að kemur. 

Skráning í mótið hefst miðvikudaginn 12. maí kl. 12:00 á www.golf.is - mótsgjald er kr. 3.600 og greiðist við skráningu.

Á miðvikudag kl. 13:00 mun einnig opna fyrir almenna rástímaskráningu á völlinn.

Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki og verðlaun fyrir besta skor. 

Skráning í mót
Félagsmenn skrá sig í mótaskrá á Golfbox ásamt þeim sem þeir vilja hafa með sér í holli.

ATHUGIÐ! Til þess að skrá meðspilara ÞARF að hafa aðildanúmer viðkomandi og skrá það inn, þegar aðildanúmer hefur verið slegið inn er smellt á "Leita" áður en haldið er áfram. 

Rástímar læsast í 180 sekúndur á meðan verið er að reyna að skrá sig, sem þýðir að ef þið sjáið læsta rástíma verðið þið að sýna þolinmæði og hinkra þar til hann aflæsist.

Kylfingar verða að skrá sig í gegnum Golfbox og greiða fyrir mótið við skráningu, sem þýðir að ef þú ert að skrá þig og meðspilara þá greiðir einn fyrir alla við skráningu og þið gerið upp ykkar á milli.

Við vekjum athygli á því að skráning fer eingöngu fram í gegnum vefinn.

 

Verðlaun í Opnunarmóti Grafarholts:

Forgjöf 0 – 14
1. sæti: Footjoy peysa og bolur
2.sæti:  Footjoy peysa
3.sæti:  Footjoy bolur

Forgjöf 14,1 - og hærra
1.sæti: Footjoy peysa og bolur
2.sæti: Footjoy peysa
3.sæti: Footjoy bolur


Besta skor:
1. sæti: GR merkt Footjoy peysa og bolur

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur - Skráning og mætingar í mót.
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag.  Mótsstjóri er Dóra Eyland, dora@grgolf.is

Til baka í yfirlit