Opnunarmót Grafarholts – skráning hefst kl. 12:00

Opnunarmót Grafarholts – skráning hefst kl. 12:00

Kæru félagsmenn, nú hefur Grafarholtsvöllur verið opinn í rúma viku en vegna ástands vallarins þá var Opnunarmóti sem halda átti frestað. Nú hefur verið ákveðið að halda mótið næstkomandi laugardag, þann 9. júní og verður í fyrsta sinn á tímabilinu þá leikið inn á 18 sumarflatir.

Mótið er innanfélagsmót og er leikfyrirkomulag punktakeppni. Hæst er gefin forgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Leikið er í tveimur flokkum 0-14 og 14,1 og hærra. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Nándarverðlaun verða veitt á öllum par 3 holum vallarins og að auki verða veitt verðlaun fyrir besta skor.

Skráning í mótið hefst þriðjudaginn 4. júní kl. 12:00 á www.golf.is - mótsgjald er kr. 3.300 og þarf að greiða við skráningu.

Ekki hefur enn verið opnað fyrir umferð golfbíla á völlinn en staðan tekin daglega og mun tilkynning vera sett inn þegar golfbílaumferð verður leyfð.


Verðlaun í Opnunarmóti Grafarholts:

Forgjöf 0 – 14
1. sæti: GR merkt Footjoy peysa og bolur
2.sæti:  GR merkt Footjoy peysa
3.sæti:  GR merktur Footjoy bolur

Forgjöf 14,1 - og hærra
1.sæti: GR merkt Footjoy peysa og bolur
2.sæti: GR merkt Footjoy peysa
3.sæti: GR merktur Footjoy bolur

Besta skor: GR merkt Footjoy peysa og bolur

Nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallar: Gullkort á æfingasvæði Bása.

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur - Skráning og mætingar í mót.
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag.  Mótsstjóri er Harpa Ægisdóttir, harpa@grgolf.is

Hlökkum til að sjá ykkur!

Golfklúbbur Reykjavíkur 

Til baka í yfirlit