Opnunarmót Korpu 2019 – Dagbjartur á besta skori, 68 höggum

Opnunarmót Korpu 2019 – Dagbjartur á besta skori, 68 höggum

Korpúlfsstaðavöllur var baðaður sólargeislum þegar fyrstu kylfingar mættu til leiks í Opnunarmót Korpu snemma í morgun og lék veðrið við kylfinga frameftir degi. Ræst var út frá kl. 08-15 og var þátttaka í mótinu góð. Völlurinn opnar fyrr en venja er þetta árið og lofar ástand hans góðu fyrir komandi tímabil.  Dagbjartur Sigurbrandsson lauk hringnum á besta skori, 68 höggum eða -4.

Úrslit í Opnunarmóti Korpu 2019 urðu þessi:

Forgjöf 0 – 14
1. sæti: Arnar Þór Gíslason – 40 punktar
2.sæti: Elvar Már Kristinsson – 39 punktar 
3.sæti: Jóhann Gunnar Kristinsson – 38 punktar

Forgjöf 14,1 - og hærra
1.sæti: Hjalti Kristján Hjaltason – 44 punktar
2.sæti: Vigfús Geir Júlíusson – 42 punktar
3.sæti: Gísli Jónsson – 40 punktar

Besta skor: Dagbjartur Sigurbrandsson – 68 högg (-4)

Nándarverðlaun
3. braut: Arnar Ottesen, 3,05m
6. braut: Kristmundur Eggertsson 2,30m 
9. braut: Pétur Geir Svavarsson, 1,30m
13. braut: Elvar Már Kristinsson, 99cm
17. braut: Ásgeir Ingvarsson, 2,84m

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskum vinningshöfum í mótinu til hamingju með sinn árangur. Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu klúbbsins eftir kl. 13:00 mánudaginn 6. maí.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit