Opnunarmót Korpu 2020 - Hákon Örn á besta skori, 67 höggum

Opnunarmót Korpu 2020 - Hákon Örn á besta skori, 67 höggum

Korpúlfsstaðavöllur tók vel á móti kylfingum þegar þeir mættu til leiks í Opnunarmót Korpu í morgun. Sólargeislarnir skinu skært og mátti sjá gleði á andlitum kylfinga, margir spenntir að komast út á golfvöll. Ræst var út frá kl.9-16 og var fullt í mótið. Korpúlfsstaðavöllur opnaði einnig formlega í dag. Hákon Örn Magnússon lauk hringnum á besta skori í dag á 67 höggum eða 5 höggum undir pari.

Gísli Guðni Hall gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 17.braut. Samkvæmt meðspilurum var kalt í veðri og mótvindur. Vel gert Gísli, innilega til hamingju!

Úrslit í Opnunarmóti Korpu 2020 urðu þessi:

Forgjöf 0-14

 • 1.sæti: Ragnar Olsen 41 punktar
 • 2.sæti: Sigvaldi Tómas Sigurðsson 39 punktar
 • 3.sæti: Daníel Bernstorff 38 punktar 

Forgjöf 14,1 og hærra

 • 1.sæti: Nína Vígdísard. Björnsdóttir 40 punktar
 • 2.sæti: Gestur Jónsson 38 punktar
 • 3.sæti: Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir 38 punktar

Besta skor: Hákon Örn Magnússon 67 högg

Nándarverðlaun

 • 3.braut: Axel Arnar 2,35 m
 • 6.braut: Böðvar Bragi Pálsson 0,41 m
 • 9.braut: Ólafur Sigurjónsson 2,19 m
 • 13.braut: Hákon Örn Magnússon 0,76 m
 • 17.braut: Gísli Guðni Hall – Hola í höggi

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskum vinningshöfum í mótinu til hamingju með sinn árangur. Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu klúbbsins frá og með þriðjudeginum 12.maí.

Til baka í yfirlit