Opnunarmót Korpu 2021 - Stefán Már á besta skori, 67 höggum

Opnunarmót Korpu 2021 - Stefán Már á besta skori, 67 höggum

Opnunarmót Korpu fór fram í dag og tók völlurinn vel á móti kylfingum í blíðu en frekar svölu veðri. Gleði mátti sjá í andlitum kylfinga enda opnaði völlurinn okkar formlega í dag og lofar hann góðu fyrir komandi tímabil. Ræst var út frá kl.9-16 í mótinu í dag og var fullt í mótið. Stefán Már Stefánson lauk hringnum í dag á 67 höggum eða 5 höggum undir pari.

 

Úrslit í Opnunarmóti Korpu 2021 urðu þessi:

Forgjöf 0-14

 • 1.sæti: Ragnar Þór Hannesson 44 punktar
 • 2.sæti: Reynir Már Sveinsson 42 punktar
 • 3.sæti: Perla Sól Sigurbrandsdóttir 40 punktar

Forgjöf 14,1 og hærra

 • 1.sæti: Kristófer Páll Lentz 42 punktar
 • 2.sæti: Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir 41 punktur(flestir punktar á seinni 9)
 • 3.sæti: Matthías Matthíasson 41 punktur

 

Besta skor: Stefán Már Stefánsson 67 högg

 

Nándarverðlaun

 • 3.braut: Sveinbjörn Jóhannesson 128 cm
 • 6.braut: Erna Björk Hasler 86 cm
 • 9.braut: Þuríður Valdimarsdóttir 30 cm
 • 13.braut: Andri Steinn 117 cm
 • 17.braut: Bogi Nils Bogason 101 cm

 

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskum vinningshöfum í mótinu til hamingju með sinn árangur. Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu klúbbsins frá og með þriðjudeginum 11.maí.

Til baka í yfirlit