Opnunarmót Korpu fer fram laugardaginn 7. maí – skráning hefst á þriðjudag

Opnunarmót Korpu fer fram laugardaginn 7. maí – skráning hefst á þriðjudag

Laugardaginn 7. maí mun Korpúlfsstaðavöllur opna með formlegum hætti og fer opnun fram, eins og venja er, með Opnunarmóti Korpu. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni og verða lykkjur mótsins Sjórinn/Áin. Hæst er gefin forgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Leikið er í tveimur flokkum 0-14 og 14,1 og hærra.

Opnað fyrir leik á Landinu sama dag og geta þeir félagsmenn sem ekki ætla að skrá sig til leiks í mótið bókað sig í rástíma á 9 holur. Opnað verður fyrir almenna rástímaskráningu kl. 20:00 þriðjudaginn 3. maí.

Tilkynningar vegna umferðar golfbíla á vellinum verður kynnt þegar nær dregur opnun.

Skráning í mótið hefst á þriðjudaginn 3. maí kl. 13:00 og fer fram í gegnum mótaskrá í Golfbox - mótsgjald er kr. 3.700 og greiðist við skráningu. Stjórnarmenn og konur verða í klúbbhúsi og taka á móti félagsmönnum.

Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Nándarverðlaun verða veitt á öllum par 3 holum vallarins og að auki verða veitt verðlaun fyrir besta skor.  

Við vekjum athygli á því að golfverslanir hafa ekki opnað fyrir komandi tímabil og er því eingöngu hægt að skrá sig í gegnum vefinn. 

Skráning
Skráning í mótið fer fram í gegnum mótaskrá Golfbox, til þess að skrá meðspilara er hægt að nota aðildanúmer eða kennitölu viðkomandi.

Rástímar læsast í 180 sekúndur á meðan verið er að reyna að skrá sig, sem þýðir að ef þið sjáið læsta rástíma verðið þið að sýna þolinmæði og hinkra þar til hann aflæsist.


Verðlaun í Opnunarmóti Korpu:

Forgjöf 0 – 14
1. sæti: GR merkt Footjoy peysa og bolur
2.sæti:  GR merkt Footjoy peysa
3.sæti:  GR merktur Footjoy bolur

Forgjöf 14,1 - og hærra
1.sæti: GR merkt Footjoy peysa og bolur
2.sæti: GR merkt Footjoy peysa
3.sæti: GR merktur Footjoy bolur

Besta skor:
1. sæti: GR merkt Footjoy peysa og bolur

Nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins: Gullkort á æfingasvæði Bása.

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur - Skráning og mætingar í mót.
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag. Mótsstjóri er Harpa Ægisdóttir, harpa@grgolf.is

Til baka í yfirlit