Opnunarmót Korpu - skráning hefst 3. maí kl. 12:00

Opnunarmót Korpu - skráning hefst 3. maí kl. 12:00

Kæru félagsmenn, annað innanfélagsmót sumarsins, Opnunarmót Korpu, verður haldið sunnudaginn 7. maí. Völlurinn verður opnaður með formlegum hætti með mótahaldinu. Gaman er að segja frá því eins og félagsmenn vita að mikið hefur verið um framkvæmdir á klúbbhúsi okkar á Korpu og verður gaman að sýna félagsmönnum okkar þá góðu vinnu sem fram hefur farið.

Opið verður fyrir bókanir á 9 holurnar á Korpu á sunnudag, opnað verður fyrir rástímaskráningu á fimmtudag.

Mótið er innanfélagsmót, leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni. Hæst er gefin forgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Leikið er í tveimur flokkum 0-14 og 14,1 og hærra.

Skráning í mótið hefst miðvikudaginn 3. maí kl. 12:00 á www.golf.is, mótsgjald er kr. 3.250 og þarf að greiða við skráningu.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Nándarverðlaun verða veitt á öllum par 3 holum vallarins auk verðlauna fyrir besta skor.

Til að byrja með verður öll bílaumferð á Korpu bönnuð, er það eingöngu gert til að verja völlinn fyrir miklu álagi fyrst um sinn. Send verður út tilkynning um leið og opnað verður fyrir golfbílaumferð þetta sumarið.

Verðlaun í Opnunarmóti Korpu:

Forgjöf 0 – 14
1. sæti: GR merkt Footjoy peysa og bolur
2.sæti: GR merkt Footjoy peysa
3.sæti: GR merktur Footjoy bolur

Forgjöf 14,1 - og hærra
1.sæti: GR merkt Footjoy peysa og bolur
2.sæti: GR merkt Footjoy peysa
3.sæti: GR merktur Footjoy bolur


Besta skor:
1. sæti: GR merkt Footjoy peysa og bolur

Nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins: Gullkort á æfingasvæði Bása.

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur - Skráning og mætingar í mót.
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag. Mótsstjóri er Dóra Eyland, dora@grgolf.is

Hlökkum til að sjá ykkur!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit