Örninn Golfverslun - mótaröð GR: fjórða umferð leikin í Grafarholti mánudag og þriðjudag

Örninn Golfverslun - mótaröð GR: fjórða umferð leikin í Grafarholti mánudag og þriðjudag

Örninn Golfverslun - mótaröð GR hefur nú staðið í þrjár vikur og er fjórða umferð leikin á Grafarholtsvelli mánudag og þriðjudag. 

Leiknar verða alls 10 umferðir í mótaröðinni og gilda 6 bestu umferðir til úrslita svo ef að félagsmenn hafa enn ekki skráð sig til leiks þá er ekki of seint að vera með. Til að taka þátt þarf eingöngu að bóka sig í rástíma, tilkynna sig til leiks þegar mætt er og greiða þátttökugjald, kr. 1.200 fyrir fyrstu þrjá hringina sem leiknir eru. Að leik loknum er skorkorti skilað inn og þar þarf að koma fram nafn og kennitala leikmanns, af hvaða teig er leikið og höggafjöldi á holu. 

Fyrirkomulag mótaraðarinnar er punktakeppni þar sem keppendur geta valið sér teiga (hvíta, gula, bláa eða rauða) við hæfi og taka forgjöf samkvæmt völdum teigum. Leikmenn verða að merkja á skorkort af hvaða teigum leikið er. Leikvikur eru 10 talsins og gilda 6 bestu skorin til úrslita á mótaröðinni.

Um aldursflokkakeppni er að ræða og verða veitt verðlaun í fjórum flokkum karla og kvenna, alls átta flokkum. Sama aldursskipting er í báðum flokkum en þeir eru:

  • 19-29 ára
  • 30-49 ára
  • 50-64 ára
  • 65 ára og eldri


Punktahæsti einstaklingurinn óháð flokkum verður útnefndur Punktameistari GR.

Stöðu í mótaröðinni má finna hér

Til baka í yfirlit