Örninn Golfverslun - Mótaröð GR: fyrsta umferð var leikin í vikunni

Örninn Golfverslun - Mótaröð GR: fyrsta umferð var leikin í vikunni

Örninn Golfverslun – Mótaröð GR hóf göngu sína síðastliðinn mánudag og voru veðurguðirnir okkur vægast sagt ekki hliðhollir í þessari fyrstu viku. Leikið var á Korpúlfsstaðavelli á mánudag og þriðjudag en á þriðjudag var ekki stætt á vellinum og þar af leiðandi lítið um golfleik.

Þeir sem mættu til leiks á mánudag sýndu þó sumir hverjir góð tilþrif við erfiðar aðstæður og náðu til að mynda tveir keppendur góðu skori. Það voru þeir Jón Lárus Kerúlf í flokki 50-64 ára og Axel Jóhann Ágústsson í flokki 65 ára og eldri sem léku 39 punktum.

Næsta umferð verður leikin á Grafarholtsvelli í næstu viku, mánudag og þriðjudag. Leikmenn bóka sig sjálfir í rástíma og skrá sig svo til leiks í golfverslun þar sem undirrituðu skorkorti í þar til gerðan kassa er skilað að leik loknum.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Örninn Golfverslun

Til baka í yfirlit