Örninn Golfverslun – mótaröð GR: lokastaða eftir 10 umferðir

Örninn Golfverslun – mótaröð GR: lokastaða eftir 10 umferðir

Í sumar fór fram Örninn Golfverslun – mótaröð GR og voru leiknar alls 10 umferðir í þeirri keppni. Umferðirnar voru leiknar til skiptis í Grafarholti og á Korpu og var hægt að leika hverja umferð annað hvort á mánudegi eða þriðjudegi þá vikuna. Sex umferðir af tíu töldust svo að lokum til úrslita.

Fyrirkomulagið var punktakeppni og um aldursflokkakeppni að ræða.  Verðlaun, gjafabréf í Örninn Golfverslun, fengu þeir sem punktahæstir urðu í hverjum flokki en punktahæsti kylfingurinn óháð flokkum hlýtur titilinn Punktameistari GR og hreppir Jón Lárus Kjerúlf þann titil árið 2018 en hann lék hringina á alls 212 punktum.

Úrslit flokkanna urðu þessi:

Karlar 65 ára og eldri

 1. Páll Helgason
 2. Axel Jóhann Ágústsson
 3. Pétur Már Jónsson

Karlar 50-64 ára

 1. Jón Lárus Kjerúlf
 2. Gísli Borgþór Bogason
 3. Jóhannes Oddur Bjarnason

Karlar 30-49 ára

 1. Árni Jón Eggertsson
 2. Jón Þór Ólafsson
 3. Hans Adolf Hjartarson

Konur 50-64 ára

 1. Kristín Anna Hassing
 2. Sigríður M. Kristjánsdóttir
 3. Margrét Richter

Konur 30-49 ára

 1. Lára Eymundsdóttir
 2. Sandra Margrét Björgvinsdóttir

Við þökkum öllum þeim kylfingum sem tóku þátt í mótaröð sumarsins og óskum vinningshöfum öllum til hamingju með sinn árangur. Vinningar hafa verið sendir til vinningshafa.

Golfklúbbur Reykjavíkur og Örninn Golfverslun

Til baka í yfirlit