Örninn Golfverslun – mótaröð GR: sjöunda umferð leikin í vikunni

Örninn Golfverslun – mótaröð GR: sjöunda umferð leikin í vikunni

Í dag og á morgun verður sjöunda umferð leikin í Örninn Golfverslun – mótaröð GR, umferð vikunnar er leikin á Korpúlfsstaðarvelli.

Alls eru leiknar 10 umferðir í mótaröðinni og gilda 6 bestu til úrslita. Til að taka þátt þarf eingöngu að bóka sig í rástíma, tilkynna sig til leiks þegar mætt er og greiða þátttökugjald, kr. 1.200 fyrir fyrstu þrjá hringina sem leiknir eru. Að leik loknum er skorkorti skilað inn í þar til gerðan skorkortakassa í golfverslun. Á skorkorti þarf að koma fram nafn og kennitala leikmanns, af hvaða teig er leikið og höggafjöldi á holu. 

Fyrirkomulag mótaraðarinnar er punktakeppni þar sem keppendur geta valið sér teiga (hvíta, gula, bláa eða rauða) við hæfi og taka forgjöf samkvæmt völdum teigum. Leikmenn verða að merkja á skorkort af hvaða teigum leikið er.


Um aldursflokkakeppni er að ræða og verða veitt verðlaun í fjórum flokkum karla og kvenna, alls átta flokkum. Sama aldursskipting er í báðum flokkum en þeir eru:

  • 19-29 ára
  • 30-49 ára
  • 50-64 ára
  • 65 ára og eldri


Punktahæsti einstaklingurinn óháð flokkum verður útnefndur Punktameistari GR.

Í næstu viku fer svo fram áttunda umferð og verður hún leikin á Grafarholtsvelli.

Til baka í yfirlit