Örninnn golf – Öldungamótaröðin (LEK) frestað – Opið fyrir félagsmenn GR

Örninnn golf – Öldungamótaröðin (LEK) frestað –  Opið fyrir félagsmenn GR

Örninnn golf – Öldungamótaröðin (LEK) sem fara átti fram á Grafarholtsvelli sunnudaginn 25. ágúst hefur verið frestað vegna slæmrar veðurspár. Eftir helgi koma upplýsingar um nýja dagsetningu.

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Golfklúbb Reykjavíkur í sambandi við endurgreiðslu á mótsgjaldi. Hægt er að hafa samband í síma 585-0200 eða á netföngin harpa@grgolf.is eða dora@grgolf.is frá og með mánudeginum 26. ágúst.

Stjórn LEK

Til baka í yfirlit