Páskabingó 70 ára og eldri haldið miðvikudag 31. mars

Páskabingó 70 ára og eldri haldið miðvikudag 31. mars

Páskabingó 70 ára og eldri kylfinga klúbbsins verður haldið næstkomandi miðvikudag, 31. mars. Á venjulegu ári er hefð fyrir því meðal hópsins að halda bingó mánaðarlega en í ljósi aðstæðna undanfarið ár þá hefur sú dagskrá ekki haldist og því ástæða til að reima á sig spariskóna og mæta í páskbingó þar sem veglegir vinningar verða í boði. Þátttökugjald er kr. 1.000 og greiðist á staðnum.

Dagskráin verður með hefðbundnu sniði:

Kl. 10:00 – Pútt
Kl. 10:30 – Kaffi
Kl. 11:00 – Bingó

Allir eldri kylfingar klúbbsins eru hvattir til að mæta og taka þátt í þessum frábæra félagsskap, gleðjast saman og láta sér hlakka til komandi golftímabils.

Bingónefndin hlakkar til að sjá sem flesta næsta miðvikudag á Korpunni. 

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit