Páskabingó eldri kylfinga haldið þriðjudaginn 9. apríl

Páskabingó eldri kylfinga haldið þriðjudaginn 9. apríl

Hópur eldri kylfinga klúbbsins stendur fyrir mánaðarlegu bingói yfir vetrarmánuðina og er nú komið að því að halda páskabingó sem jafnframt er síðasta bingó vetrarins.

Páskabingóið verður haldið næstkomandi þriðjudag, 9. apríl og verður dagskráin með sama sniði og á öðrum bingódögum:

Kl. 10:00 – Pútt
Kl. 10:30 – Kaffi
Kl. 11:00 – Bingó

Karl Jóhannsson fer fremstur í flokki fyrir hópinn og stýrir ferðinni, páskaegg verða veitt í alla vinninga að þessu sinni. Allir eldri kylfingar klúbbsins eru hvattir til að mæta og taka þátt í þessum frábæra félagsskap, gleðjast saman og láta sér hlakka til komandi golftímabils.

Bingónefndin hlakkar til að sjá sem flesta næsta þriðjudag á Korpunni. 

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit