Páskahelgin framundan – hvaða vinavellir eru opnir?

Páskahelgin framundan – hvaða vinavellir eru opnir?

Nú þegar páskahelgin er framundan er ekki úr vegi að kanna hvaða vinavellir Golfklúbbs Reykjavíkur hafa þegar opnað fyrir aðgang en þegar hafa sjö vinavellir verið kynntir félagsmönnum fyrir komandi sumar og er hægt að finna yfirlit yfir þá hér

Þeir vinavellir sem þegar hafa opnað eða hafa í hyggju að opna núna um páskahelgi eru þessir:

Húsatóftavöllur, Grindavík - opið
Hólmsvöllur, Leiran – stefnt að opnun 18. apríl, Skírdag
Kirkjubólsvöllur, Sandgerði – opið
Kálfatjarnarvöllur, Vatnsleysu
Gufudalsvöllur, Hveragerði – stefnt að opnun 18. apríl, Skírdag


Við vonum að félagsmenn nýti sér aðgang að vinavöllum um páskahelgi og hefji upphitun fyrir komandi golftímabil.

Gleðilega páska!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit