Pokamerki 2020 – afhending í golfverslunum

Pokamerki 2020 – afhending í golfverslunum

Nú hafa báðir vellir félagsins opnað og félagsmenn á fullu að gera sig klára fyrir golfsumarið 2020, sem lofar góðu enn sem komið er. Pokamerkin hafa nú loksins lent hjá okkur og eru tilbúin til afhendingar í golfverslunum á Korpu og í Grafarholti.

Nýir félagsmenn í klúbbnum sem eiga einnig eftir að fá félagsskírteini afhent eru beðnir að koma á skrifstofu klúbbsins á Korpúlfsstöðum en hún er opin frá kl. 09-16 alla virka daga.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit