Premium Mastercard Open 2018 haldið á Grafarholtsvelli 28. júlí

Premium Mastercard Open 2018 haldið á Grafarholtsvelli 28. júlí

Premium Mastercard Open verður haldið á Grafarholtsvelli laugardaginn 28. júlí 2018. Ræst er út frá kl. 8:00. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni og höggleikur. Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni og 3 efstu sætin í höggleik. Nándarverðlaun eru veitt þeim sem er næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 brautum vallarins. Einnig verða veitt verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á 3. braut og fyrir þann sem er næstur holu í öðru höggi á 18. braut.

Skráning í mótið hefst þriðjudaginn 24. júlí kl.12:00 á www.golf.is. Mótsgjald er kr.5.000 kr. og þarf að greiða við skráningu.

Verðlaun:

Höggleikur:
1. sæti 140.000 Vildarpunktar Icelandair sem jafngildir ferð fyrir tvo til USA að eigin vali
2. sæti 90.000 Vildarpunktar Icelandair sem jafngildir ferð fyrir tvo til Evrópu að eigin vali
3. sæti Gjafabréf í Golfbúðinni Erninum að upphæð 40.000 kr

Punktakeppni:
1. sæti 140.000 Vildarpunktar Icelandair sem jafngildir ferð fyrir tvo til USA að eigin vali
2. sæti 90.000 Vildarpunktar Icelandair sem jafngildir ferð fyrir tvo til Evrópu að eigin vali
3. sæti Gjafabréf í Golfbúðinni Erninum að upphæð 40.000 kr
4. sæti Gjafabréf í Golfbúðinni Erninum að upphæð 30.000 kr
5. sæti Gjafabréf í Golfbúðinni Erninum að upphæð 20.000 kr

Nándarverðlaun:
2. braut Geiri Smart gjafabréf að upphæð 20.000 kr.
6. braut Sumac gjafabréf að upphæð 20.000 kr.
11.braut Geir Smart  gjafabréf að upphæð 20.000 kr.
17.braut Sumac gjafabréf að upphæð 20.000 kr.

Lengsta teighögg á 3.braut:
Sumac gjafabréf að upphæð 20.000 kr

Næst holu í öðru höggi á 18. braut:
Gjafabréf í Golfbúðinni Erninum að upphæð 20.000 kr

Teiggjöf
Golfboltar og tí áður en leikur hefst – hamborgari og gos að leik loknum, matarmiði afhentur í golfverslun þegar skorkorti er skilað.

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur - Skráning og mætingar í mót.
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag.  Mótsstjóri er Dóra Eyland, dora@grgolf.is

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Kreditkort frá Íslandsbanka.

Til baka í yfirlit