Premium Mastercard Open 2018 leikið á Grafarholtsvelli í dag – úrslit

Premium Mastercard Open 2018 leikið á Grafarholtsvelli í dag – úrslit

Premium Mastercard Open 2018 var leikið á Grafarholtsvelli í dag, ræst var út frá kl. 08:00 og tóku um 180 manns þátt. Veðrið var ágætt til golfleiks að undanskilinni rigningu sem skall á kylfinga seinnipartinn, flestir hristu það af sér enda orðnir vanir bleytunni þetta golfsumarið. Keppt var bæði í höggleik og punktakeppni í mótinu ásamt því sem frábær aukaverðlaun eru veitt þeim sem næstir voru holu á öllum par 3, lengsta upphafshöggi á 3. braut og næstur holu í öðru höggi á 18. braut.

Úrslit mótsins eru nú ljós og urðu eftirfarandi kylfingar í verðlaunasætum:

Höggleikur

  1. Haraldur Þórðarson, GKB – 71 högg
  2. Snorri Páll Ólafsson, GR – 73 högg
  3. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR – 74 högg

Punktakeppni

  1. Þórarinn Egill Þórarinsson, GM – 42 punktar
  2. Axel Þórir Alfreðsson, GK – 41 punktur
  3. Snæbjörn Sigurðsson, GKG – 41 punktur
  4. Unnar Karl Jónsson, GR – 40 punktar
  5. Gerða Kristín Hammer, GG – 40 punktar

Nándarverðlaun:
2. braut
- Ingibjörg Hinriksdóttir, 78cm
6. braut - Einar G Einarsson, 146cm
11. braut - Gerða Hammer, 9cm
17. braut - Guðjón Ágúst Gústafsson, 2,1m 

3. braut, lengsta upphafshögg - Þráinn Farestveit

18. braut, næstur holu í öðru höggi - Þórarinn Egill Þórarinsson, 96,5cm

Vinninga úr mótinu verður hægt að nálgast á skrifstofu klúbbsins frá og með mánudeginum 30. júlí.

Við þökkum kylfingum öllum fyrir þátttökuna á Grafarholtsvelli í dag og óskum vinningshöfum til hamingju með sinn árangur.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Kreditkort frá Íslandsbanka

Til baka í yfirlit