Púttæfingasvæði Korpu opnar að nýju miðvikudaginn 13. janúar – 30 manns hámark

Púttæfingasvæði Korpu opnar að nýju miðvikudaginn 13. janúar – 30 manns hámark

Á miðvikudag, 13. janúar taka nýjar sóttvarnarreglur gildi og mun púttæfingasvæði Korpunnar þá opna á nýjan leik. Leyfilegur hámarksfjöldi verður 30 manns og skal virða tveggja metra reglu á milli fólks, sé ekki hægt að tryggja hana skal nota grímur á meðan leikið er á æfingasvæðinu.

Allar stangir hafa verið fjarlægðar af púttsvæðinu og skulu félagsmenn notast við eigin búnað – pútter, kylfur og golfbolta, þegar mætt er til æfinga. Mikilvægt er að þvo hendur með sápu og spritta bæði fyrir og eftir æfingu, sprittstöndum og brúsum verður komið fyrir á svæðinu sem hægt er að notast við.

Salernisaðstaða karla og kvenna verður opin en veitingasalur og búningsherbergi verða áfram lokuð.

Opnunartíma inniæfingaaðstöðunnar má sjá hér

Púttmótaraðir karla og kvenna sem venjulega hefjast í þessum mánuði munu ekki fara af stað við núverandi aðstæður.

Til þess að árangur í baráttu við Covid-19 náist þá þurfum við öll að standa saman og biðjum við þá félagsmenn sem heimsækja æfingavæðið að virða þær reglur sem settar eru hér að ofan.

Mætum með grímur, þvoum, sprittum og púttum!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit