Það var góður hópur GR kvenna sem mættu til leiks á fjórða púttkvöldi vetrarins á Korpu sl. þriðjudag. Þröngar brautir af öllum lengdum gerðu völlinn krefjandi og skemmtilegan fyrir okkar konur en það kom ekki í veg fyrir flott skor. Á fæstum höggum voru Elín H. Guðmannsdóttir, Lilja Viðarsdóttir og Linda Björk Bergsveinsdóttir á 28 höggum. Við munum tilkynna næsta þriðjudag hver var með besta skorið af þeim þremur.
Staðan í mótinu eftir fjórar umferðir er þannig að Laufey Kristinsdóttir leiðir á 119 höggum samanlagt fyrir fjóra bestu hringina sína, þá koma Ásthildur Sigurjónsdóttir, Kristi Jo Jóhannsdóttir og Lilja Viðarsdóttir á 120 höggum og svo raðast kylfingar á eftir þeim og munar ekki miklu á milli efstu sæta. Það er ljóst að stefnir í æsispennandi keppni sem lýkur með krýningu Púttmeistara GR kvenna 2019 þann 26.mars næstkomandi.
Við minnum konur á að húsið opnar kl. 18:00 alla þriðjudaga og vekjum athygli á að það eru æfingar í húsinu fram að opnun.
puttmótaröð 19. feb 2019.pdf
Púttmótaröð_staðan eftir 4 umferdir.pdf
Hlökkum til að sjá ykkur kátar og glaðar!
Kær kveðja
Kvennanefndin