Púttmótaröð GR kvenna - góð stemmning í fimmtu umferð

Púttmótaröð GR kvenna - góð stemmning í fimmtu umferð

Líkt og undanfarin þriðjudagskvöld var góð stemning á Korpunni á fimmta púttkvöldi GR kvenna sem leikið var þann 26. febrúar. Um 110 konur tóku þátt, skoðuðu vörur frá Erninum golfverslun og fengu sér snarl. Á fæstum höggum í fimmtu umferðinni voru átta konur og fóru þær á 29 höggum, þetta voru þær: Ásdís Þórarinsdóttir, Erla S. Halldórsdóttir, Halldóra Steingrímsdóttir, Hrund Sigurhansdóttir, Líney Halldórsdóttir, Lljósbrá Baldursdóttir, Rut Aðalsteinsdóttir og Sigrún Hallgrímsdóttir – á seinni 9 holunum var Rut Aðalsteinsdóttir með besta skorið.

Þriðjudaginn 19. febrúar urðu Elín H. Guðmannsdóttir, Lilja Viðarsdóttir og Linda Björk Bergsveinsdóttir jafnar á 28 höggum. Af þeim var Elín með besta skorið á seinni 9 holunum.

Enn eru konur að bætast í hópinn og bjóðum við þær velkomnar. Fjögur skipti eru eftir og því nóg eftir af mótinu okkar.  

Mjög mjótt er á munum á toppnum eins og sjá má á meðfylgjandi stöðu:

puttmótaröð 2019 26 feb.pdf
puttmótaröð 2019 staðan eftir 5.umferd.pdf

Hlökkum til að sjá ykkur næsta þriðjudag!
Kvennanefnd

Til baka í yfirlit