Púttmótaröð GR kvenna hefst 29. janúar

Púttmótaröð GR kvenna hefst 29. janúar

Sælar kæru GR konur og gleðilegt ár!

Nú er starf GR kvenna að hefjast að nýju og að venju er byrjað á púttinu. Púttmótaröð GR kvenna 2019 hefur göngu sína á Korpunni þriðjudaginn 29.janúar næstkomandi.

Í ár verða leiknar 9 umferðir eins og síðasta vetur, spilaðir verða tveir hringir hvert kvöld þar sem sá betri telur. Veitt eru verðlaun fyrir besta skor hvert kvöld. Fjórir bestu hringirnir telja til Púttmeistara GR kvenna 2019 sem verður krýndur á lokakvöldi púttmótaraðarinnar þann 26.mars.

Mótsgjaldið er það sama og í fyrra, kr. 4.000 fyrir þátttöku öll kvöldin og greiðist þátttökugjald fyrir fyrsta mótskvöld. Vinsamlega leggið inn á reikning nr. 0537-14-000848 kt. 160672-4049 og senda kvittun á gudrunos@yahoo.com

Húsið opnar kl. 18.00, þá hefst fyrri umferð og síðari umferð hefst oftast um kl. 19.30, konur mæta þegar þeim hentar. Við áætlum þó að loka húsinu um kl. 21:00. Við hvetjum allar GR konur til að dusta rykið af pútternum og mæta í Korpuna á þriðjudagskvöldum fram á vor til að koma púttunum í gang fyrir sumarið og efla félagsandann.

Eins og áður hefur komið fram þá hætti meirihluti kvennanefndarinnar núna um áramótin og eru nýjar komnar í þeirra stað, þær Guðrún Óskarsdóttir, Inga Nína Matthíasdóttir, Kristín Nielsen, Ljósbrá Baldursdóttir, Sigríður Oddný Marinósdóttir og Þórey Jónsdóttir. Við þökkum þeim sem voru að hætta sérstaklega fyrir vel unnin og óeigingjörn störf í gegnum árin.

Það er alltaf pláss fyrir traustar hjálparhendur í okkar góða GR kvennastarfi svo hikið ekki við að hafa samband ef þið hafið áhuga á að slást í hópinn og vinna að skemmtilegu og gefandi starfi fyrir GR konur.

Hlökkum til að sjá ykkur í púttinu þriðjudaginn 29. janúar næstkomandi!

Reglur fyir púttmótaröðin má finna hér: Púttmótaröð GR kvenna - reglur.pdf

Við viljum hvetja konur til að skrá sig fyrir fréttabréfi GR hér: https://clients.zenter.is/gr/postlisti/

Hægt er að fylgjast með fréttum af kvennastarfi GR hér: http://grgolf.is/felagsstarf/kvennastarf og á Facebook: https://www.facebook.com/groups/26821872890/?epa=SEARCH_BOX

Kvennanefnd GR,
Guðrún, Inga Nína, Kristín, Ljósbrá, Sigga og Þórey

Til baka í yfirlit