Púttmótaröð GR kvenna hefst þriðjudaginn 28. janúar

Púttmótaröð GR kvenna hefst þriðjudaginn 28. janúar

Sælar kæru GR konur og gleðilegt ár!

Nú er starf GR kvenna að hefjast að nýju og að venju er byrjað á púttinu. Púttmótaröð GR kvenna 2020 hefur göngu sína á Korpunni þriðjudaginn 28.janúar næstkomandi. Verið er að leggja lokahönd á framkvæmdir við púttflötina, þetta verður mjög flott aðstaða og til mikilla bóta.

Í ár verða 9 skipti eins og síðasta vetur, spilaðir verða tveir hringir hvert kvöld þar sem sá betri telur. Veitt eru verðlaun fyrir besta skor hvert kvöld.

Fjórir bestu hringirnir telja til Púttmeistara GR kvenna 2020 sem verður krýndur á lokakvöldi púttmótaraðarinnar þann 24.mars næstkomandi.

Mótsgjaldið er kr. 4.000 fyrir þátttöku og greiðist þátttökugjald fyrir fyrsta mótskvöld. Vinsamlega leggið inn á reikning nr. 0537-14-000848 kt. 160672-4049 (Guðrún Óskarsdóttir) - ATH - við tökum ekki við peningum

Húsið opnar kl. 17.30, við áætlum að loka húsinu kl. 20:30, konur mæta þegar þeim hentar á þeim tíma

Við hvetjum allar GR konur til að dusta rykið af pútternum og mæta í Korpuna á þriðjudagskvöldum fram á vor til að koma púttunum í gang fyrir sumarið og efla félagsandann.

Við minnum konur á að öll samskipti fara fram á Facebook síðu GR kvenna og á vefsíðu GR undir Félagsstarf – Kvennastarf 

Einnig viljum við hvetja konur til að skrá sig fyrir Kylfing fréttabréfi GR hér: https://clients.zenter.is/gr/postlisti/

Hlökkum til að hefja nýja árið með ykkur!

Kvennanefnd

Til baka í yfirlit