Það var góður hópur GR kvenna sem mættu kátar til leiks á þriðja púttkvöldi vetrarins á Korpu. Þröngar brautir af öllum lengdum gerðu völlinn krefjandi og skemmtilegan fyrir okkar konur en það kom ekki í veg fyrir flott skor. Á fæstum höggum var Íva Sigrún Björnsdóttir á 28 höggum.
Eins og sjá má á meðfylgjandi stöðu er ljóst að það stefnir í spennandi keppni um púttmeistara GR kvenna í ár.
Stöðuna eftir þriðju umferð má sjá hér:
puttmótaröð 2019_staðan eftir 3. umferd.pdf
Næsta þriðjudag höldum við áfram keppni. Við minnum konur á að húsið opnar kl. 18:00 og vekjum athygli á að æfingar eru í húsinu fram að opnun.
Hlökkum til að sjá ykkur kátar og glaðar!
Kær kveðja,
Kvennanefndin