Púttmótaröð GR kvenna – mjótt á munum á lokasprettinum

Púttmótaröð GR kvenna – mjótt á munum á lokasprettinum

Spennan í púttmótaröð GR kvenna er að verða óbærileg nú þegar farið er að síga á seinni hlutann og aðeins tvö skipti eru eftir. Margar áttu góðan hring núna á þriðjudag en jafnar á fæstum höggum eða 27 voru þær Ásdís Þórarinsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir sem fór jafnframt seinni 9 á færri höggum eða 11.

Staðan í mótinu er nú þannig að Linda Björk Bergsveinsdóttir er á toppnum með alls 115 högg, næst henni er Lilja Viðarsdóttir á 116 höggum og svo raða aðrar sér í humátt til þeirra. Það er mjótt á munum og ekki öll nótt úti enn því allt getur gerst á næstu tveimur kvöldum sem eftir eru.

Meðfylgjandi er staðan eftir 7 pútt

puttmótaröð 2019 12. mars.pdf
puttmótaröð 2019 staðan eftir 7. umferd.pdf

Hlökkum til að sjá ykkur næsta þriðjudag!

Kvennanefnd

Til baka í yfirlit