Púttmótaröð GR kvenna - staðan eftir 2. umferð

Púttmótaröð GR kvenna - staðan eftir 2. umferð

Sælar kæru GR konur

Það var frábær mæting í Korpuna á annað púttkvöld okkar GR kvenna á þessum vetri og skorið gaf alveg til kynna hvað er í vændum. Margar okkar áttu góða hringi og bættu sig vel á milli kvölda. 

Þrír kylfingar voru á besta skori kvöldsins, 27 höggum, þær Hulda Sigtryggs, Þórunn Guðmunds og Helga Ívarsdóttir. Það voru sex síðustu holurnar sem skildu á milli þeirrra en Hulda raðaði inn "Einurum" í lokin og hennar bíður því glaðningur hjá okkur í næstu viku. Að loknum tveimur kvöldum eru Þórdís Bragadóttir, Halldóra M Steingríms og Hulda Sigtryggs jafnar í fyrsta sæti á 59 höggum en fast á hæla þeirra fylgja aðrir kylfingar svo allt getur gerst enda nóg eftir. Það eru fjórir bestu hringirnir sem telja til púttmeistara GR kvenna og enn er tími fyrir fleiri til að slást í hópinn.

Næsta púttkvöld verður á þriðjudag eftir viku, hlökkum til að sjá ykkur sem flestar og minnum á að húsið er opið frá kl. 18:00 - 21.00.

Til að auðvelda okkur vinnuna við að skrá skor þá væri vel þegið að fá skorkortin vel merkt og undirrituð af ritara og fyrir þær sem ekki hafa greitt þá kostar 4000 kr að taka þátt í mótaröðinni (9 skipti). Við höfum ekki posa svo takið með ykkur seðla.

Það er ljóst að við GR konur komum ákafar til leiks á þessu ári og ætlum okkur stóra hluti í golfinu.  Mest er þó um vert að hittast og halda hópinn, spjalla og spá og það gerum við á púttkvöldunum og það mun örugglega skila okkur meiri samheldni og þar með ánægjulegri samveru á golfvellinum

Guðrún Hólmsteins átti besta hring í síðustu viku. Hennar bíður vinningur sem hún getur vitjað hjá okkur nefndarkonum.

Meðfylgjandi er skorið að loknum tveimur púttkvöldum

Kærar kveðjur,

Kvennanefndin

 

putt_2_2018 Einstaklingskeppni.pdf 

 

Til baka í yfirlit