Spennan eykst í púttmótaröð GR kvenna sem fer fram þessa dagana í Korpunni.
Mjótt er á munum og miklar sviptingar á toppsætunum í keppninni.
Rúmlega 120 konur létu þunga færð í efri byggðum ekki á sig fá og mættu galvaskar á 5.púttkvöld vetrarins enda hlýtt og gott innandyra í Korpunni svo ekki sé talað um félagsskapinn sem jafnan er ljúfur.
Sandra Margrét átti draumahringinn sinn, fór völlinn á 26 höggum, sem var besta frammistaða dagsins, og skaust með því upp í efsta sætið sem hún vermir með Láru Eymunds en þær tvær hafa farið 4 bestu hringina sína á samtals 117 höggum.
Enn eru 4 skipti eftir og getur allt gerst því aðeins munar þremur höggum á 1. og 10.sætinu.
Söndru bíður glaðningur næsta þriðjudag í viðurkenningarskyni fyrir góðan hring.
Sjáumst kátar næsta þriðjudag
Í viðhengi er staðan í mótinu.
Kær kveðja
Kvennanefndin