Púttmótaröð kvenna komin á fullt skrið - tvær umferðir hafa verið leiknar

Púttmótaröð kvenna komin á fullt skrið - tvær umferðir hafa verið leiknar

Kvennastarfið er komið af stað á nýju ári og var fyrsta umferð í kvennapúttinu 2019 leikin þriðjudaginn 29. janúar. Stemmningin var góð og augljóslega var kominn tími til að þurrka rykið af pútternum en alls voru það 120 konur sem mættu til leiks. Önnur umferð fór fram núna í vikunni, þriðjudaginn 5. febrúar og þrátt fyrir óveður var fín mæting í Korpuna.

Strax eftir fyrstu umferð sást það vel á skorinu að GR konur hafa engu gleymt, þrjár konur urðu jafnar á fæstum höggum eða 28, þær Hafdís Engilbertsdóttir  Lilja Viðarsdóttir og Vilhelmína Þorvarðardóttir. Vilhelmína var með besta skorið á seinni 9 holunum og hlaut því verðlaun fyrir besta skor en þau verðlaun verða áfram veitt fyrir hverja umferð, síðan verður það heildarskor sem telur til úrslita í Púttmeistar GR kvenna.

Í annari umferð urðu það þær þær Anna S. Kristófersdóttir og Erna A. Thorstensen sem voru jafnar eftir kvöldið á besta skorinu eða 27 höggum. Þær urðu hnífjafnar á seinni 9 holunum og verður þar af leiðandi kastað upp á það hvor verður sigurvegari kvöldsins, hlutkestið fer fram þegar við hittumst í næstu viku.

Að loknum tveimur kvöldum eru Anna S. Kristófersdóttir og Erna A. Thorstensen jafnar í fyrsta sæti á 57 höggum en fast á hæla þeirra fylgja aðrar svo allt getur gerst enda nóg eftir. Það eru fjórir bestu hringirnir sem telja til púttmeistara GR kvenna og enn er tími fyrir fleiri til að slást í hópinn.

Næsta púttkvöld verður n.k. þriðjudag 12. febrúar, hlökkum til að sjá ykkur sem flestar og minnum á að húsið er opið frá kl. 18:00 - 21.00.

Til að auðvelda okkur vinnuna við að skrá skor þá væri vel þegið að fá skorkortin vel merkt og vel útfyllt.

Það er ljóst að við GR konur komum ákafar til leiks á þessu ári og ætlum okkur stóra hluti í golfinu. Mest er þó um vert að hittast og halda hópinn, spjalla og spá og það gerum við á púttkvöldunum og það mun örugglega skila okkur meiri samheldni og þar með ánægjulegri samveru á golfvellinum

Meðfylgjandi er skorið að loknum tveimur púttkvöldum.

puttmótaröð 2019_staðan eftir 1. umferð.pdf
puttmótaröð 2019 staðan eftir 2 skipti.pdf

Kærar kveðjur,
Kvennanefndin

 

Til baka í yfirlit