Púttmótaröðum karla og kvenna 2020 AFLÝST

Púttmótaröðum karla og kvenna 2020 AFLÝST

Í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu og áhrifa samkomubanns á starf klúbbsins hefur verið ákveðið að aflýsa púttmótaröðum karla og kvenna 2020 og verða því fleiri umferðir ekki leiknar þetta árið.

Í ECCO – púttmótaröð karla verða þau úrslit sem liggja fyrir eftir 8 umferðir endanleg og munu vinningshafar, verðlaunalisti og útdráttarverðlaun úr keppninnni vera tilkynnt um næstu mánaðarmót.

Í púttmótaröð GR kvenna verða þau úrslit sem liggja fyrir eftir þær 7 umferðir hafa verið leiknar endanleg. Úrslit hjá konunum verða tilkynnt af kvennanefnd um mánaðarmót og þá mun einnig verða kynnt með hvaða hætti verðlaunaafhending fer fram.

Við þökkum öllum sem skráðu sig til leiks fyrir þátttökuna og látum okkur hlakka til komandi sumars!

 

Til baka í yfirlit