Púttnámskeið með Hauki Má Ólafssyni

Púttnámskeið með Hauki Má Ólafssyni

Púttnámskeið með Hauki Má Ólafssyni verður haldið næstkomandi mánudag, 14. júní. Haukur Már er PGA golfkennari og stuttaspils þjálfari Meistaraflokks GR.

Kanntu að miða rétt? Hvernig er púttstrokan? Byrjar boltinn að rúlla á réttri línu? Hvernig gengur að stjórna hraðanum?

Áhersla er lögð á þrjá lykilþætti – Mið, púttstroka og hraðastjórnun.

Þrír tímar verða í boði á mánudag:

  1. 11:00-12:00
  2. 12:00-13:00
  3. 13:00-14:00 

Hámarksfjöldi er 6 nemendur pr. námskeið, lágmarksfjöldi 3. 

Verð, kr. 6.000 pr. mann

Skráning fer fram hér - sportabler.com/shop/gr

Til baka í yfirlit