Ragnar Baldursson og Bergrún Svava Jónsdóttir sigurvegarar í Hjóna og parakeppni 2018

Ragnar Baldursson og Bergrún Svava Jónsdóttir sigurvegarar í Hjóna og parakeppni 2018

Hjóna og parakeppni GR fór fram í dag sunnudaginn 17.júní í Grafarholtinu. Þátttakan var ótrúlega góð enda um skemmtilegt fyrirkomulag að ræða. Keppnin var mjög jöfn en þrjú pör voru jöfn í 1-3 sæti. Ragnar Baldursson og Bergrún Svava Jónsdóttir voru best á seinni níu holunum og voru því krýnd Hjóna og parakeppnis sigurvegarar árið 2018.

Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarsins. Í verðlaun voru Ecco golfskór, Ecco golfpokar, Ecco regnhlífar og skópokar. Í nándarverðlaun voru ostakörfur.

Úrslitin voru eftirfarandi:
1.sæti – Ragnar Baldursson og Bergrún Svava Jónsdóttir 67 nettó
2.sæti – Gunnar Þór Gunnarsson og Ísey Hrönn Steinþórsdóttir 67 nettó
3.sæti – Agnar Rúnar Agnarsson og Guðlaug Sigurðardóttir

Nándarverðlaun
2.braut – Björn S Björnsson 1,71 m

6.braut – Guðmundur Arason 1,09 m

11.braut – Helga Lára Bjarnadóttir 1,03 m

17.braut – Hafliði Halldórsson 9,93 m

Önnur úrslit úr mótinu eru meðfylgjandi hér að neðan.

Hjóna og para18.xls

Golfklúbbur Reykjavíkur óskar vinningshöfum innilega til hamingju með flottan árangur.

Til baka í yfirlit