Ragnhildur Kristinsdóttir fagnaði sigri á Eimskipsmótaröðinni um helgina

Ragnhildur Kristinsdóttir fagnaði sigri á Eimskipsmótaröðinni um helgina

Símamótið á Eimskipsmótaröðinni var leikið á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar um helgina. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR og Birgir Björn Magnússon úr GK fögnuðu sigri á móti helgarinnar. Ragnhildur sigraði eftir bráðabana gegn Helgu Kristínu Einarsdóttir úr GK, Ragnhildur fékk fugl á 10. braut en Helga Kristín par og tryggði Ragnhildur sér þannig sigur í mótinu.

Kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur voru 28 þeirra keppenda sem tóku þátt en heildarfjöldi voru 94. Ragnhildur sigraði kvennaflokk eins og áður sagði, Saga Traustadóttir endaði í fjórða sæti í mótinu og Eva Karen Björnsdóttir í því sjöunda. Í karlaflokki varð Sigurður Bjarki Blumenstein í þriðja sæti, Tómas Eiríksson í fimmta og Dagbjartur Sigurbrandsson í því sjötta. Við óskum þeim öllum til hamingju með frábæran árangur á mótinu.

Birgir Björn Magnússon úr Keili lék frábært golf á lokahringnum en hann lék Hlíðavöll á 66 höggum eða -6. Hann sigraði mótið með fjögurra högga mun á samtals 13 höggum undir pari vallar. Þetta er fyrsti sigur Birgis á Eimskipsmótaröðinni sem er 21 árs gamall og stundar háskólanám í Bandaríkjunum.

Úrslit úr Símamótinu má sjá hér:

Karlaflokkur:
1. Birgir Björn Magnússon, GK (69-68-66) 203 högg (-13)
2. Kristján Þór Einarsson, GM (67-71-69) 207 högg (-9)
3. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (72-71-68) 211 högg (-5)
4. Ingvar Andri Magnússon, GKG (69-74-70) 213 högg (-3)
5.-6. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR (76-71-68) 215 högg (-1)
5.-6. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-77-69) 215 högg (-1)
7.-9. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (75-72-69) 216 högg (par)
7.-9. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (75-71-70) 216 högg (par)
7.-9. Andri Már Óskarsson, GHR (76-70-70) 216 högg (par)
10.-12 Björn Óskar Guðjónsson, GM (74-73-70) 217 högg (+1)
10.-12. Tumi Hrafn Kúld, GA (74-72-71) 217 högg (+1)
10.-12. Lárus Garðar Long, GV (73-72-72) 217 högg (+1)


Kvennaflokkur:
1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (77-74-77) 228 högg (+12)
2. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (74-78-76) 228 högg (+12)
3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (80-80-75) 235 högg (+19)
4. Saga Traustadóttir, GR (76-80-80) 236 högg (+20)
5.-8 Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (78-80-79) 237 högg (+21)
5.-8. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK (82-76-79) 237 högg (+21)
5.-8. Eva Karen Björnsdóttir, GR (82-76-79) 237 högg (+21)
8. Kinga Korpak, GS (82-79-77) 238 högg (+22)
9.-10. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (76-84-80) 240 högg (+24)
9.-10. Heiða Guðnadóttir, GM (80-79-81) 240 högg (+24)

Annika Sörenstam afhenti verðlaunin í kvennaflokknum og voru keppendur í mótinu hæstánægðir með að fá að hitta eina stærstu golfstjörnu allra tíma. Annika hvatti kylfinga til góðra verka í ræðu sem hún hélt á verðlaunaafhendingunni – en hún sigraði sjálf á 10 risamótum á ferlinum og 72 mótum á LPGA mótaröðinni.

Golfklúbbur Reykjavíkur er stoltur af þeim sterku kylfingum sem við eigum og óskum þeim enn og aftur til hamingju með árangur helgarinnar.

 

Til baka í yfirlit