Ragnhildur Kristinsdóttir og Andri Már Óskarsson sigruðu Hvaleyrarbikarinn 2021

Ragnhildur Kristinsdóttir og Andri Már Óskarsson sigruðu Hvaleyrarbikarinn 2021

Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Andri Már Óskarsson frá Golfklúbbi Selfoss stóðu uppi sem sigurvegarar í Hvaleyrarbikarnum sem keppt var um hjá Golfklúbbnum Keili um liðna helgi, mótið er hluti af stigamótaröð GSÍ.

Ragnhildur lék á samtals 218 höggum eða 5 höggum yfir pari (74-69-75) og sigraði með 9 högga mun. Berglind Björnsdóttir úr GR varð í öðru sæti á samtals 227 höggum en hún og Kristín Sól Guðmundsdóttir úr GM urðu jafnar í 2. – 3. sæti á +14.

Í karlaflokki sigraði Andri Már Óskarsson frá Golfklúbbi Selfoss, hann lék á samtals 207 höggum og sigraði á samtals -6. Jafnir í 2. – 3. sæti á samtals 209 höggum urðu þeir Daníel Ísak Steinarsson og Axel Bóasson, báðir úr Golfklúbbnum Keili.

Öll úrslit úr mótinu, skor og stöðu keppenda má sjá hér

Við óskum vinningshöfum Hvaleryarbikarsins árið 2021 innilega til hamingju með sigurinn um helgina!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit