Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði í kvennaflokki á KPMG mótinu – Axel sigurvegari í karlaflokki

Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði í kvennaflokki á KPMG mótinu – Axel sigurvegari í karlaflokki

KPMG-mótið, þar sem keppt er um Hvaleyrarbikarinn, fór fram hjá Golfklúbbnum Keili um helgina. Keppni hófst á föstudag og lauk í gær, Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR fagnaði sigri í kvennaflokki og í karlaflokki var það Axel Bóasson úr GK sem sigraði. Þetta var fjórða mótið á Mótaröð þeirra bestu á þessu tímabili en næsta mót í röðinni fer fram í Grafarholtinu dagana 8. – 11. ágúst.

Ragnhildur lék hringina þrjá á samtals 218 höggum (75-71-72) og lauk keppni á +5. Guðrún Brá Björgvinsdóttir fylgdi henni fast eftir á +6 og varð í öðru sæti. Ragnhildur var með fjögurra högga forskot fyrir lokaholuna, sem hún lék á +3 eða 7 höggum. Guðrún Brá náði ekki að jafna við Ragnhildi með parpúttinu sem hefði dugað til að komast í bráðabana um sigurinn.

Axel Bóasson úr GK sigraði með yfirburðum, á -12 samtals og var 10 höggum á undan þremur kylfingum sem enduðu jafnir í 2. sæti. Axel lék hringina þrjá á 66-68-66 höggum.

Helstu úrslit úr mótinu urðu þessi:

Karlar:
1. Axel Bóasson, GK (67-68-66) 201 högg högg (-12)
2.-4. Aron Snær Júlíusson, GKG (72-73-66) 211 högg (-2)
2.-4. Tumi Hrafn Kúld, GA (73-72-66) 211 högg (-2)
2.-4. Hlynur Bergsson, GKG (69-72-70) 211 högg (-2)
5. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (71-71-70) 212 högg (-1)

Konur: 
1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (75-71-72) 218 högg (+5)
2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (76-73-70) 219 högg (+6) 
3. Hulda Clara Gestsdóttir GKG (79-70-75) 224 högg (+11)
4. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR (77-76-77) 230 högg (+17)
4.-5. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (76-80-76) 232 högg (+19)
4.-5. Eva Karen Björnsdóttir, GR (76-75-81) 232 högg (+19)

Til baka í yfirlit