Ragnhildur Kristinsdóttir stigameistari 2021

Ragnhildur Kristinsdóttir stigameistari 2021

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er stigameistari 2021 á stigamótaröð GSÍ. Þetta er í þriðja sinn sem Ragnhildur er stigameistari. Berglind Björnsdóttir, GR, varð önnur og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, varð þriðja.

Keppt var í fyrsta sinn um stigameistaratitilinn í kvennflokki árið 1989. Ragnhildur lék á alls fimm mótum af sex á tímabilinu. Hún sigraði á einu móti, Hvaleyrarbikarnum, og þrívegis varð hún í öðru sæti. Á Íslandsmótinu í holukeppni endaði hún í 9. sæti. Berglind lék á öllum sex mótunum og hún sigraði á einu þeirra – Leirumótinu. Hún varð önnur í Hvaleyrarbikarnum og í þriðja sæti á Íslandsmótinu í golfi 2021. Guðrún Brá lék á þremur mótum á tímabilinu og sigraði á þeim öllum þremur – þar á meðal Íslandsmótinu í holukeppni 2021.

Það er gaman að segja frá því að fimm af tíu efstu á stigalistanum 2021 koma úr Golfklúbbi Reykjavíkur en auk Ragnhildar og Berglindar eru það Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Eva Karen Björnsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir. Stigalistann í heild sinni má sjá í frétt sem birt var á golf.is

Við óskum Ragnhildi innilega til hamingju með titilinn og okkar stelpum til hamingju með frábæran árangur á tímabilinu.

Áfram GR!

Til baka í yfirlit