Ragnhildur Sigurðardóttir lék á 73 höggum í Opna Air Iceland Connect

Ragnhildur Sigurðardóttir lék á 73 höggum í Opna Air Iceland Connect

Fyrsta opna mót sumarsins, Opna Air Iceland Connect var haldið á Korpúlfsstaðavelli sunnudaginn 10.júní. Frábær þátttaka var í mótinu enda glæsilegt mót í alla staði. Keppt var í tveimur forgjafarflokkum, 0-8,4 og 8,5-36 og voru verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki, verðlaun fyrir besta skor auk nándarverðlauna. Úrslit úr mótinu urðu eftirfarandi:

0–8,4:
Jón Valur Jónsson GR 39 punktar
Sigurður Fannar Guðmundsson GR 38 punktar
Örn Bergmann Úlfarsson GR 38 punktar

8,5-36:
Ingvi Björn Birgisson GO 45 punktar
Oddný Þóra Baldvinsdóttir GVS 43 punktar
Gunnar Guðni Leifsson GV 42 punktar 

Besta skor: Ragnhildur Sigurðardóttir 73 högg

Nándarverðlaun:

  1. Braut – Magnús H Sigurðsson 1,23 m
  2. braut – Bogi Bogason 3,24 m
  3. braut – Elías Jónsson 4,75 m
  4. braut – Þóroddur Ottesen 1,08 m

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna og óskum sigurvegurum mótsins til hamingju með árangurinn.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit